Fyrir karlmenn í tilefni dagsins

Mig langar að segja ykkur frá 86 ára gamalli bók eða kveri réttara sagt sem fannst eitt sinn í einhverri tiltektinni einhversstaðar. Tilgangur þessa kvers er að fræða karlmenn um það hvernig best sé að ná hylli kvenna, halda henni og hvernig góður eiginmaður skuli haga sér.

"Alveg nauðsynleg til að koma í veg fyrir hjónaskilnaði" segir höfundur í formála. 

Fyrir 86 árum var ástin alveg jafn eftirsóknarverð og og hún er nú. En þá voru menn tilbúnir til að leggja mikið á sig til að kvænast og eins gott fyrir þá að vanda valið því hjónabandið átti að endast. Ekki til næstu áramóta, heldur fyrir lífstíð. Ef ekki tókst vel til þá sátu menn uppi með handónýtt hjónaband og "báru þess sár um æfilöng ár, sem að eins var stundarhlátur".   

Bókin: Leiðarvísir í ástamálum 1. fyrir karlmenn

Höfundur: Ingimundur gamli.  Útgefandi: Bókafélagið nýja - Reykjavík árið 1922

Hér eru tvö kver sem ég fann á www.gutenberg.net.  Endilega kíkið í kverin.

Alls urðu leiðbeiningarkver þessi 4 talsins og Jónína Sigríður Jónsdóttir samdi 4 kver til að fræða ungar stúlkur um karlmennina.  Ef þau bara vissu hvernig við högum okkur í dag....svei og sveiattan ! 

Þetta er ekkert grín. En bókin er sprenghlægileg og  "Alveg nauðsynleg til að koma í veg fyrir hjónaskilnaði" eins og höfundur segir í formála. 

P.s. Öskuur...get ekki lagað letrið. Búin að missa þolinmæðina í bili. W00t


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hæ,hæ. Ég fór inná bloggið til að leita af þér og fann þig   þú finnur einhverja lausn til að stækka stafina aftur. Gleymdi að segja þér að þú þarft að samþiggja bloggvini inná síðuna hjá þér sem er sent á e-mail-ið þitt.Þú áttar þig á þessu. Gangi ykkur vel í Rvík á morgun og Rósa takk fyrir stráksa minn.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 25.2.2008 kl. 01:26

2 identicon

Fann þig alveg óvart - innlitskvitt

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband