Project Gutenberg's Leiðarvísir í ástamálum, by Jónína Sigríður Jónsdóttir This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and with almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away or re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included with this eBook or online at www.gutenberg.net Title: Leiðarvísir í ástamálum II. fyrir ungar stúlkur Author: Jónína Sigríður Jónsdóttir Release Date: September 15, 2005 [EBook #16696] Language: Icelandic Character set encoding: UTF-8 *** START OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM *** Produced by Jóhannes Birgir Jensson MADAMA TOBBA *LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM* II. FYRIR UNGAR STÚLKUR REYKJAVÍK BÓKAFÉLAGIÐ NÝJA 1922 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN * * * * * *Hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna?* Eg er sannfærð um, að engin sú kona er til og hefir aldrei verið til, sem eigi hefir lagt fyrir sjálfa sig þessu líka spurningu einhvern tíma á æfinni, og þá helst meðan æskan og fegurðin voru í blóma sínum; þegar lífið brosti við og vonirnar voru sem bjartastar og himinháu skýjaborgirnar enn ófallnar, þá hefir þessi spurning komið fram í hugum allra kvenna og hver hefir reynt að svara henni eftir bestu vitund--með framkomu sinni. Það er tilgangur minn með þessum bæklingi, að reyna að benda ungum og gömlum kynsystrum mínum á ýmislegt það, er verða mætti þeim til leiðbeiningar í umgengni og samlífi við karlmenn, og einkum hvernig þær eiga að hegða sér og haga til þess að verða yndislegar í þeirra augum. Vitanlega verður þessi tilraun mín afar ófullkomin, enda eigi á hvers manns valdi að rita stóra bók um þessi efni, en á það er einnig að líta, að verðmæti bóka fer eigi eftir blaðsíðufjölda og orðamergð þeirra, heldur eftir hinu, hvort bókin ber á borð fyrir þjóðina heilnæmar og siðbætandi kenningar, hvort heldur eru um landbúnað eða ástamál. Að svo mæltu sný eg mér að efninu og bið þig að fylgjast með mér og veita þeim bendingum athygli, sem eg vil gefa þér, til þess að þú getir orðið yndisleg í augum karlmanna, einkum þó unnusta þíns eða eiginmanns. Já, hvað er það, sem gerir konur yndislegar í augum karlmanna? Það eru eigi fötin, hatturinn, skórnir eða fingurgullin. Og það er heldur eigi fegurðin ein. Gyðju-fríð kona getur verið svo köld á svipinn--svo albrynjuð stærilæti og stolti--að fegurð hennar hrífur engan karlmann. Það sem gerir konuna yndislegasta í augum karlmanna er blíða hennar og yndisþokki, háttprýði hennar í allri framkomu, bros hennar, augnatillit og málrómur, fótatak og allar hreyfingar, ást hennar og næmur skilningur á öllu því göfgasta í tilverunni, fórnfýsi hennar og sjálfsafneitun, sem glöggast kemur fram hjá mæðrum við börn þeirra. Alt þetta myndar einskonar geislabaug, er sumar konur bera svo sýnilega með sér og hefir göfgandi en um leið töfra-mikil áhrif á karlmennina, vermir hjörtu þeirra og opnar þeim nýja heima og nýtt útsýni yfir lönd ástarinnar. Sumar konur virðast fæddar með þeirri hamingju að vera pilta-gull, en eigi eru þær að fremur meiri mannkostum búnar en hinar, enda eru þess mörg dæmi, að bestu kvenkostirnir sitja auðum höndum á akri ástarinnar og fá eigi að hafst--af ýmsum ástæðum. *Röddin.* Rödd þín og orðaval á mikinn þátt í því, hvort þú ert yndisleg í augum karlmanna eða ekki. Þess vegna er þér áríðandi að temja vel rödd þína og vanda vel orðbragð þitt. Mild og hljómfögur rödd, samfara ástríkum og fallegum orðum, bræðir klaka hinnar köldustu sálar. Temdu þér mildan og blíðan málróm, en því fegurri sem málrómurinn er, því vandaðra verður orðbragð þitt að vera. Falleg rödd og ljót orð eiga ekki saman. Mér finst ástæða til að vara þig sérstaklega við orðskrípum eins og þessum: hvað hann sé „sætur“, „pen“, „lekker“; þetta eða hitt sé „vemmilegt“, „kedelegt“, „svart“, „brogað“; hvað „fríseringin sé óklæðileg“; hvað þessi kjóll sé „himneskur“ og að hrópa „almáttugur“ í annari hverri setningu. *Augun.* Hið þögla mál augnanna er öllum elskendum dýrmætara en nokkur orð og í einu augnatilliti getur falist meira en orð fá lýst, hvort sem það er ást, hatur eða fyrirlitning. Það er oft hægt að kynnast manni betur á einu augnabliki, með því að líta í augu hans, heldur en með langri samveru. Í augunum speglast sálin og ef augnaráðið er kæruleysislegt og flöktandi, má ganga að því vísu, að það óstöðuglyndi eigi sér rætur í sál mannsins. Sama gildir auðvitað um konur. Þú skalt varast að nota augu þín mikið til þess að hafa áhrif á þá, sem þú þekkir eigi. Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni. Líttu altaf djarflega og með hreinskilni í augu annara og vertu eigi feimin né undirleit, því að þú hefir engu að bera kinnroða fyrir, ef þú kemur fram með siðprýði. Á götum úti skalt þú líta djarflega framan í karlmenn en þú mátt eigi brosa framan í þá (ef þú þekkir þá eigi) né líta um öxl til að horfa á eftir þeim. *Brosið* er eigi ver til þess fallið að túlka tilfinningar hjartans heldur en augnaráðið, og einlægt bros er jafnan áhrifamikið og getur svalað þystri sál og fullnægt þrá hennar. Það er hægt að brosa á ýmsa vegu: lymskulega, glettnislega, biturlega, kuldalega og blíðlega. Af því sérðu, að brosið er þeirri konu „voldugt vopn í hendi“, sem með það kann að fara, og er undir mörgum kringumstæðum lykill að hjarta karlmannsins.--En það er eins með brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og síbrosandi kona er þreytandi. Þú mátt heldur ekki brosa eða hlæja að öllu, alvarlegu jafnt sem skemtilegu, og eigi máttu brosa framan í hvern mann, sem verður á vegi þínum, og umfram alt forðast hið reykvíkska _veiðibros_, sem algengt er á vorum dögum. *Handtakið* hefir mikla þýðingu og getur borið mikinn ávöxt. Því er haldið fram, að manninn megi mikið þekkja af handtaki hans. Sumir taka svo laust í hönd þess, sem þeir heilsa eða kveðja, að líkast er sem þeir séu hræddir við að snerta hana. Slíkt handtak ber ekki vott um, að mikill innileikur sé að baki. Ef þú vilt láta karlmann finna ylinn frá hjarta þínu, þá skaltu þrýsta hönd hans hlýlega og til þess að gera handtakið enn áhrifameira, líta í augu hans um leið. Engum manni getur dulist ylurinn, sem liggur að baki því handtaki, og það hlýtur að hafa áhrif, ef maðurinn getur annars orðið fyrir áhrifum frá þér. Og flestir munu hugsa með sjálfum sér síðar: Mörgu hefi eg gleymt af því, sem á milli okkar fór, þegar við vorum saman, en aldrei gleymi eg þó handtaki hennar. *Göngulagið* er einnig vert að vanda, þvi að það er hörmulega ljótt að sjá fríðar konur hafa ljótt göngulag: bognar í baki, hoknar í knjáliðum, þramma áfram áhyggjufullar--á skökkum og skældum stígvélum,--eins og allar skuldir höfuðstaðarins hvíldu á herðum þeirra. Sumar tifa ótt og títt eins og vasaúr, aðrar róa fram og aftur (um herðarnar) eins og hlaupastelpa í rokk. Þú skalt ganga stilt og rólega með jöfnum skrefum og samstiga þeim sem þú gengur með, en vingsaðu höndunum eigi mikið, því þú getur þá barið náunga þinn á götunni, ef fjölmennt er úti. *Að lita andlitið.* Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og æfinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru. En nú skal eg segja þér eitt: Andlit þitt er svo fallegt frá skaparans hendi--þó að þú sért óánægð með það--að þú getur eigi gert það fallegra með gervilitum („smínki“). Hann hefir engan skapað _ljótan_ og áreiðanlega ekki ætlast til þess, að nein af dætrum hans færi að _mála_ sig í framan. Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til "smínksins" máttu aldrei grípa. Lauslætiskonan--sem er litljót--á að hafa einkarétt til að „smínka“ sig. Þú skalt aftur á móti bera gott og litlaust „créme“ á andlit þitt og núa eða strjúka andlitsvöðvana um leið. Það heldur húðinni vel mjúkri og kemur í veg fyrir allar hrukkur, sem sett gætu skugga á fegurð þína. --Þú mátt einnig nota lítið eitt af góðu andlitsdufti („púðri“), en það má ekki vera áberandi. *Ilmvötn.* Þá ættir altaf að nota ofurlítið af góðu ilmvatni í föt þín--minsta kosti sparifötin--en gæta þess, að gera það í hófi. „Hóf er best í hverjum hlut.“ Einnig er gott að bera góð ilmefni (hárvötn) í hárið við og við og núa því inn í hársvörðinn. Hvorttveggja þetta hefir sín áhrif á karlmennina, því að þeim fellur það illa, að finna eldhúslykt eða fúkkalykt úr fötum þeirrar konu, sem þeir eru með á opinberum stað, t. d. í leikhúsi eða veitingahúsi. Eg endurtek það, að þú verður mjög að gæta hófs í þessum efnum. Þú skalt aldrei nota hárlit. *Klæðaburður og þrifnaður.* „Fötin skapa manninn,“ segir máltækið, en það er eigi sannmæli nema að hálfu leyti. Ræfillinn er alt af ræfill, hvernig sem hann er klæddur. Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, þvi að óþrifin kona er andstygð siðaðra manna. Þú mátt aldrei vera í óhreinum fötum, þegar þú ert eigi við óhreinlega vinnu.--Óhreinir morgunkjólar og svuntur eru hvimleiðir og það er óþrifnaður að snúa óhreinni svuntu við, og nota hana úthverfa. Sama er að segja um öll önnur föt; þau eiga fyrst og fremst að vera hrein og órifin.--Að ganga í rifnum fötum, er hirðuleysiseinkenni. Næsta krafa, sem karlmenn gera til fata þinna er sú, að þau fari vel; sé eigi of lítil né of stór, og pilsin eigi óþarflega stutt. Það er óholt að nota þröng lífstykki. Það er ákaflega óviðeigandi, að giftar konur klæðist mjög stuttum pilsum. Þetta eru vægustu kröfurnar, sem gera verður til fata þinna. Hitt fer eftir efnum og ástæðum, úr hvaða efni fötin eru gerð. Gættu þess umfram alt að klæða þig eigi um efni fram. Það ber vott um mentunarleysi og litla mannkosti, þegar konur hugsa um það eitt, að klæðast fínum fötum--oft með mjög sterkum litum og áberandi útsaumi illa gerðu--og dingla aftan í tískunni, sem er breytileg eins og vindstaðan og sjaldnast sniðin eftir þörfum almennings. Karlmenn eru yfirleitt eigi hégómagjarnir í klæðaburði og þeim finst það skuggi á yndisleik þínum ef þú ert mjög hégómleg í klæðaburði. „Pjöttuð“ kona verður heldur aldrei góð eiginkona og húsmóðir. Þú skal eigi ganga á hælaháum stígvélum; þau skekkja og afskræma líkama þinn. Reyndu að skekkja ekki stígvélin þín--hvorki út eða inn, því að hvorttveggja er ljótt. Ef þú notar lág stígvél, verður þú að gæta þess, að eigi séu göt á sokkahælunum--að minsta kosti ekki fyrir ofan stígvélin. Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi, hvorki hringi né nælur. Í þessu sambandi er vert að benda þér á, að ungum stúlkum er mjög holt að stunda líkamsæfingar, leikfimi, sund, hjólreiðar, tennis o. s. frv. Við íþróttaæfingarnar verður líkaminn fegurri og styrkari, hreyfingarnar mýkri og augað gleggra. Því betur sem þú ferð með líkama þinn, því hæfari bústaður verður hann fyrir sálina. Kappkostaðu að hafa hreina sál í hraustum líkama. Til þess að piltunum lítist vel á þig, verður þú um fram alt að vera _þrifin_. Sú kona, sem hirðir illa hendur sínar og andlit, gengur í óhreinum fötum, með flókið og strýslegt hár, óhreinar og stórar neglur, kartneglur, vörtur, fílapensa og bólur--verður aldrei yndisleg í neins manns augum. Eg áminni þig þess vegna um að vera hreinlát og hirðusöm. Notaðu t. d. aldrei óhreina vasaklúta né hanska. Og gættu þess, að fingurgómarnir standi eigi fram úr hanska-þumlunum. Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minsta kosti einu sinni í mánuði. Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast; varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn („krullu“-járn). Þvoðu hendur þínar þegar þörf gerist og láttu eigi óhreinindi safnast undir neglurnar. Stórar neglur eru eigi fallegar og skaltu klippa þær með beittum skærum (en eigi naga þær með tönnunum), og jafna síðan með naglaþjöl. Þá máttu ekki gleyma tönnunum. Þær verður þú að _hirða vel_. Það er óholt að hafa skemdar tennur, og ljótt að sjá svört og brunnin tannbrot í munni fríðrar konu. Einnig fylgir andremma oft skemdum tönnum, og andramar konur er ekkert spaug að kyssa. *Ýmislegt um framkomu.* Á öllum samkomum og opinberum stöðum eiga konur að sýna einlæga kurteisi og forðast alla uppgerð og hégóma. Þegar þú tekur þátt í samræðum, verður þú að gæta tungu þinnar vel, svo að eigi hrjóti þau orð af vörum þér, sem blett geta sett á mannorð þitt. Það er eigi kvenlegt að nota stór orð og ruddaleg orðatiltæki í viðurvist karlmanna. Þú mátt heldur ekki sýna frekju í orðum eða látbragði né halda fram þinni meiningu með ofstopa. Þú gefur með því í skyn, að þú ein hafir vit á hlutunum, en aðrir eigi. Það er leiðinlegt að heyra konur guma af verkum sínum og mentun eða af því, að þessi eða hinn sé ástfanginn og elti sig á röndum. Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka, eru hverjum karlmanni hvimleiðar. Hallmæltu aldrei kynsystrum þínum í áheyrn karlmanna, og berðu engar slúðursögur manna á milli. Góðhjörtuð kona tekur æfinlega svari lítilmagnans. Það er ljótt að gera gys að þeim, sem eitthvað er frábrugðinn fjöldanum. Þú veist eigi yfir hverju hann býr, það er máske harmur, og þá fellur honum það þungt, að verða að athlægi, og þú eykur harma hans. „Svo er margt sinnið sem skinnið“, og sá eða sú, sem er þögull og fáskiftinn við fyrstu kynningu er oftast meiri mannkostum búinn en hinn, sem blaðrar og þvaðrar um alt milli himins og jarðar í áheyrn ókunnugra. Vertu eigi forvitin og spurðu eigi um það, sem þig varðar ekki um. Snertu eigi á öllum hlutum, þar sem þú kemur; það er óþarfi. Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti. Þú ættir aldrei að fara á lakari danssamkomur, að minsta kosti eigi nema í fylgd með kunnugum karlmanni. Og á öllum danssamkomum skaltu gæta hæversku í hverju einu og eigi hlaupa eftir hverju ástleitnu auga né orði, sem að þér kann að beinast. Það er afarljótt, þegar konur reykja og neyta áfengis í samkvæmum eða á veitingahúsum og það ættir þú aldrei að gera. Það er eigi viðeigandi að kona fari ein síns liðs á skemtun, veitingahús eða kvikmyndahús, og það gera engar siðprúðar konur. Gift kona ætti aldrei að fara í veitingahús eða skemtisamkomu að kvöldi dags með öðrum en eiginmanni sínum, skyldmenni eða venslamanni. Það er einnig óviðeigandi að gift kona sé á rápi á kvöldin um göturnar með hinum og þessum stelpum. Það sæmir eigi konum að kaupa tóbak í búðum og áfengi getur engin kona verið þekt fyrir að kaupa. *Gjafir.* Þú átt aldrei að þiggja gjöf frá ókunnugum karlmanni, eða þeim, sem þér er lítið kunnugur, nema hann sé skyldur þér.--Að þiggja gjafir frá hinum og þessum karlmönnum, er konu eigi samboðið; með því gefur hún þeim um of „undir fótinn“. Neitaðu eigi vinsamlegri gjöf þess manns, sem þér er nágunnugur og þú annt hugástum; gjöf hans er vottur um, að hann ann þér. Ljósmyndir af þér átt þú eigi að gefa nema frændfólki og bestu vinum. Og eigi átt þú að þiggja ljósmyndir af þeim karlmönnum, sem þú þekkir lítið, nema skyldir þér séu. *Að hafa ástina að leiksoppi.* Lauslæti--í hvaða mynd sem er,--er illgresi í blómgarði ástarinnar. Það setur blett á mannorð þitt; ljótan blett, sem fín föt, ilmvötn og kvensilfur getur ekki hulið eða afmáð. Gæt þess því vandlega, að enginn fái höggstað á siðferði þínu, og lítill neisti í þessum sökum getur tendrað stórt bál, sem slúðurkerlingarnar kynda óspart. Eg áminni þig alvarlega um að vera eigi lauslát, ef þú vilt verða hamingjusöm í lífinu og landi þínu og þjóð þinni til gagns og sóma. Vertu vönd í vali vinstúlkna og segðu þeim eigi leyndarmál þín, nema þú sért viss um hollustu þeirra. Gaktu á snið við lauslátar konur og þær veitingakrár, þar sem drykkjuskapur og siðleysi er daglegt brauð. Á þeim stöðum hafa margar konur fengið á sig óorð og fyrirgert mannorði sínu--og glatað lífinu um leið. Láttu eigi æfintýraþrá hrinda þér út í hringiðu „ástaræfintýranna“, því að margur hefir með skarðan hlut gengið frá þeim leik, og „borið þess sár um æfilöng ár, sem að eins var stundar hlátur.“ Ástin er fegursta og göfugasta tilfinningin sem í mönnunum býr og lög hennar ná jafnt til allra. Án ástar væri lífið lítils virði og tilveran köld á svipinn. Okkur er bannað að fara gálauslega með líf og heilsu; sama er segja um ástina. Ef kona verður þess vör, að karlmaður, sem hún elskar eigi, sé ástfanginn af henni, og skýri hann henni frá því, þá ber henni að segja honum það hreinskilnislega, annaðhvort bréflega eða munnlega, að hún geti eigi endurgoldið ást hans. Þetta verður hún að gera með nærgætnislegum og kurteisum orðum.--Menn eiga ætíð að hlýða rödd hjarta síns; í þessu atriði, sem öðru, er það hið mikilvægasta, að vera heiðarlegur og hreinn fyrir samvisku sinni. Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það i hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa.--Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri. En hvort sem þessi leikur með ástina er vísvitandi eða óafvitandi, mega stúlkur aldrei lenda í honum. Mundu það, að hatur getur komið í ástar stað.--Láttu eigi hégómagirni eða augnablikstilfinningar koma þér til þess að hafa þann mann að leiksoppi, sem elskar þig. Segðu hinum ástfangna manni sannleikann hreinskilnislega. Og loks má bæta því við, að þessi leikur með ástina er eigi hollur fyrir mannorð þitt. Karlmaðurinn, sem þú hafðir að ginningarfífli, getur hefnt sín með því að tala illa um þig, og sá sem verður fyrir barðinu á almenningsrómnum, er eigi öfundsverður. Vertu heiðarleg í ástamálum, þá mun samviska þín vera hrein. *Að velja maka.* Þegar þú ferð að svipast um eftir eiginmanni, verður þú að vera heilskygn. Glámskygni, þegar um val eiginmanns er að ræða, getur orðið þér dýrkeypt, og þú iðrast þess alla æfi síðan. Við skulum nú athuga, hvers þú þarft að gæta, um val eiginmanns. Þú mátt eigi fara eingöngu eftir fríðleikanum. Þótt þér finnist þessi eða hinn „sætur“ og „yndæll“ og þótt hann sé fínn og fagurmáll, með harðan hatt, gljáskó og gull-gleraugu, þá máttu eigi vegna þess játa bónorði hans. Öll hans mærð og mælgi getur verið eins og sápubóla--ekkert nema litskrúðið. Þú verður að fara eftir tilfinningum hjarta þíns--ástinni--og engan annan mátt þú velja þér fyrir eiginmann en þann, sem þú elskar. Þú mátt eigi gangast fyrir auðæfum eða embættum, og það er barnaskapur, þegar stúlkur vilja eigi giftast nema „upp fyrir sig“, sem svo er kallað. Ef þú giftist „upp fyrir þig“, tekur maðurinn „niður fyrir sig“, og það getur orðið sambúð ykkar að fótakefli. Veldu þér eigin mann úr þínum flokki, reglusaman mann, sem hefir vit og vilja á að bjarga sér; ábyggilegan og geðprúðan mann, sem eigi er eitt í dag og annað á morgun, eða þýtur upp á nef sér út af smáatriðum daglega lífsins.--Láttu fríðleikann liggja milli hluta, en mannkosti mannsins og sameiginlega ást ykkar beggja um það, hvern þú velur þér fyrir eiginmann. Það er rétt að drepa á það um leið, hvernig þú átt að umgangast unnusta þinn. Þú skalt gera þér far um að kynnast hans veiku hliðum og styrkja hann; vera sannur vinur hans og ráðgjafi og vernda hann eftir mætti. Gleddu hann með smágjöfum, ef þú getur, t. d. með blómum, ef hann er fyrir þau. Þreyttu hann eigi með hégómlegri afbrýðissemi, en leitastu við að auka ást hans og virðingu fyrir þér, og sýndu honum traust i hvívetna. Oft sést trúlofað fólk kveðjast á kvöldin hér og hvar í portum og skúmaskotum í kringum húsin. Það á ekki að eiga sér stað. Fólk tekur eftir því og finst það grunsamt og slúðursögur komast á kreik. Það er engin minkun fyrir trúlofað fólk að kveðjast með kossi við húsdyrnar. Það er miklu kurteisara en pukur að húsabaki. *Hvenær mega konur ganga í hjónaband?* Giftingaraldur kvenna er með lögum ákveðinn, en eg vil benda þér á, að aldurinn er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að ungu hjónin hafi eitthvað fyrir sig að leggja til að bíta og brenna, þvi að sagt er, að ástin flýi oft fátæktina og baslið. Gaktu því eigi í hjónaband fyr en unnusti þinn hefir komist að stöðu með lífvænlegum tekjum og aflað þess fjár til bússtofnunarinnar, sem þið þurfið til þess að geta byrjað búskapinn skuldlaus. *Góð eiginkona.* Þegar þú giftist, tekst þú á hendur stærstu og ábyrgðarmestu stöðuna í þjóðfélaginu, því að vissulega verður það eigi með rökum hrakið, að meira er undir því komið fyrir þjóðina, að konur og mæður séu verki sínu vaxnar, heldur en þó að labbakútur slæðist í eitt og eitt embætti. Honum má víkja og setja annan hæfari mann í staðinn, en gifta konu er eigi hægt að „setja af“, þó að hún reynist liðléttingur í hjónabandinu. Það er æfinlega miklu fremur konan, sem heimilið skapar, en maðurinn; _hennar_ andi ríkir þar og _hennar_ svip ber það og í hennar hlutverk fellur það að halda uppi aga og reglu innan vébanda heimilisins.--Á fleyi heimilisins heldur konan um stjórnvölinn, en maðurinn er ræðarinn. En hvernig má konan leysa þetta mikla hlutverk af hendi, svo að í lagi sé? spyrð þú. Með því að vera heimilisrækin, geðgóð, stjórnsöm, þolinmóð, þrifin, réttsýn, sparsöm, starfssöm, gestrisin, vingjarnleg við heimilisfólkið og ástúðleg við manninn sinn. Með þvi að koma fram blátt áfram án alls yfirlætis eða geðþótta, með trygglyndi, með sanngirni í kröfum sínum af öðrum, með því að vera heil og ákveðin í skoðunum, með því að vera laus við alla hleypidóma og slúðursögur og með því að vera ekki afbrýðissöm. Það verður mörgum hjónaböndum til óhamingju, að konan er hrædd um manninn sinn. Og þegar hann finnur, að hún vantreystir honum, þá er skollinn laus! Góð kona tekur þátt í störfum manns síns og fjasar eigi sýknt og heilagt um það, hve mikið hún hafi að gera og hversu þetta eða hitt sé erfitt. Þegar hann kemur heim frá vinnunni, byrjar hún eigi á að segja honum, að nú hafi krakkarnir brotið „rósótta bollann“ eða týnt gaffli eða hníf, né að grauturinn hafi brunnið við, vegna þess, að potturinn, sem hann hafi „skaffað“ henni, sé „svoddan óræsti“,--heldur snæðir hún með honum fyrst og kemst eftir, hvernig á honum liggi. Síðan ber hún upp fyrir honum sín vandamál og leitar ráða hans. Góð kona hættir eigi að „halda sér til“ fyrir manninum sínum rétt eftir brúðkaupið, heldur klæðist hún jafn vel og áður. Öllum eiginmönnum er ánægja að því, að sjá konu sína vel búna. Elskaðu manninn þinn og vertu vinur hans og ráðgjafi, þá munt þú verða hamingjusöm í hjónabandinu. * * * * * *Skósmiðurinn*: Hér eru stígvél úr egta kálfskinni fyrir að eins 50 krónur. *Kaupandinn*: Hm, hm! Þá held eg að ódýrara verði að kaupa kálfinn. * * * * * *Ingimundur gamli.* *Leiðarvísir í ástamálum.* I. KARLMENN. _Fæst hjá Arinbirni, Ársæli og Guðm. Gamalíelssyni._ *Ómissandi bók fyrir alla karlmenn.* * * * * * *Maðurinn*: Eg ætla að skreppa snöggvast út í Café Iðnó. Ef eg verð eigi kominn heim kl 10.... *Konan*: Vertu bara rólegur! Þú ert kominn heim. (Hún aflokar). * * * * * *Frúin* (við eldhússtúlkuna): Eg sá að þú kystir mjólkurpóstinn áðan. Það er best að eg taki sjálf við mjólkinni framvegis. *María*: Það er ekki til neins fyrir frúna. Hann hefir lofað að kyssa enga aðra en mig. * * * * * *ANGELA* _er langskemtilegasta skáldsagan sem til er á íslensku._ *Fæst hjá öllum bóksölum.* * * * * * *Gísli*: Varstu ekki hálffeiminn, þegar þú byrjaðir bónorðið við konuna þína. *Páll*: Jú, dálítið. En það gekk samt ágætlega. Eg sagði ekkert og hún sagði ekkert og svo spanst það svona orð af orði, þangað til það var úttalað. End of the Project Gutenberg EBook of Leiðarvísir í ástamálum, by Jónína Sigríður Jónsdóttir *** END OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK LEIÐARVÍSIR Í ÁSTAMÁLUM *** ***** This file should be named 16696-0.txt or 16696-0.zip ***** This and all associated files of various formats will be found in: http://www.gutenberg.org/1/6/6/9/16696/ Produced by Jóhannes Birgir Jensson Updated editions will replace the previous one--the old editions will be renamed. Creating the works from public domain print editions means that no one owns a United States copyright in these works, so the Foundation (and you!) can copy and distribute it in the United States without permission and without paying copyright royalties. Special rules, set forth in the General Terms of Use part of this license, apply to copying and distributing Project Gutenberg-tm electronic works to protect the PROJECT GUTENBERG-tm concept and trademark. Project Gutenberg is a registered trademark, and may not be used if you charge for the eBooks, unless you receive specific permission. If you do not charge anything for copies of this eBook, complying with the rules is very easy. You may use this eBook for nearly any purpose such as creation of derivative works, reports, performances and research. They may be modified and printed and given away--you may do practically ANYTHING with public domain eBooks. Redistribution is subject to the trademark license, especially commercial redistribution. *** START: FULL LICENSE *** THE FULL PROJECT GUTENBERG LICENSE PLEASE READ THIS BEFORE YOU DISTRIBUTE OR USE THIS WORK To protect the Project Gutenberg-tm mission of promoting the free distribution of electronic works, by using or distributing this work (or any other work associated in any way with the phrase "Project Gutenberg"), you agree to comply with all the terms of the Full Project Gutenberg-tm License (available with this file or online at http://gutenberg.net/license). Section 1. General Terms of Use and Redistributing Project Gutenberg-tm electronic works 1.A. By reading or using any part of this Project Gutenberg-tm electronic work, you indicate that you have read, understand, agree to and accept all the terms of this license and intellectual property (trademark/copyright) agreement. If you do not agree to abide by all the terms of this agreement, you must cease using and return or destroy all copies of Project Gutenberg-tm electronic works in your possession. If you paid a fee for obtaining a copy of or access to a Project Gutenberg-tm electronic work and you do not agree to be bound by the terms of this agreement, you may obtain a refund from the person or entity to whom you paid the fee as set forth in paragraph 1.E.8. 1.B. "Project Gutenberg" is a registered trademark. It may only be used on or associated in any way with an electronic work by people who agree to be bound by the terms of this agreement. There are a few things that you can do with most Project Gutenberg-tm electronic works even without complying with the full terms of this agreement. See paragraph 1.C below. There are a lot of things you can do with Project Gutenberg-tm electronic works if you follow the terms of this agreement and help preserve free future access to Project Gutenberg-tm electronic works. See paragraph 1.E below. 1.C. The Project Gutenberg Literary Archive Foundation ("the Foundation" or PGLAF), owns a compilation copyright in the collection of Project Gutenberg-tm electronic works. Nearly all the individual works in the collection are in the public domain in the United States. If an individual work is in the public domain in the United States and you are located in the United States, we do not claim a right to prevent you from copying, distributing, performing, displaying or creating derivative works based on the work as long as all references to Project Gutenberg are removed. Of course, we hope that you will support the Project Gutenberg-tm mission of promoting free access to electronic works by freely sharing Project Gutenberg-tm works in compliance with the terms of this agreement for keeping the Project Gutenberg-tm name associated with the work. You can easily comply with the terms of this agreement by keeping this work in the same format with its attached full Project Gutenberg-tm License when you share it without charge with others. 1.D. The copyright laws of the place where you are located also govern what you can do with this work. Copyright laws in most countries are in a constant state of change. If you are outside the United States, check the laws of your country in addition to the terms of this agreement before downloading, copying, displaying, performing, distributing or creating derivative works based on this work or any other Project Gutenberg-tm work. The Foundation makes no representations concerning the copyright status of any work in any country outside the United States. 1.E. Unless you have removed all references to Project Gutenberg: 1.E.1. The following sentence, with active links to, or other immediate access to, the full Project Gutenberg-tm License must appear prominently whenever any copy of a Project Gutenberg-tm work (any work on which the phrase "Project Gutenberg" appears, or with which the phrase "Project Gutenberg" is associated) is accessed, displayed, performed, viewed, copied or distributed: This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and with almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away or re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included with this eBook or online at www.gutenberg.net 1.E.2. If an individual Project Gutenberg-tm electronic work is derived from the public domain (does not contain a notice indicating that it is posted with permission of the copyright holder), the work can be copied and distributed to anyone in the United States without paying any fees or charges. If you are redistributing or providing access to a work with the phrase "Project Gutenberg" associated with or appearing on the work, you must comply either with the requirements of paragraphs 1.E.1 through 1.E.7 or obtain permission for the use of the work and the Project Gutenberg-tm trademark as set forth in paragraphs 1.E.8 or 1.E.9. 1.E.3. If an individual Project Gutenberg-tm electronic work is posted with the permission of the copyright holder, your use and distribution must comply with both paragraphs 1.E.1 through 1.E.7 and any additional terms imposed by the copyright holder. Additional terms will be linked to the Project Gutenberg-tm License for all works posted with the permission of the copyright holder found at the beginning of this work. 1.E.4. Do not unlink or detach or remove the full Project Gutenberg-tm License terms from this work, or any files containing a part of this work or any other work associated with Project Gutenberg-tm. 1.E.5. Do not copy, display, perform, distribute or redistribute this electronic work, or any part of this electronic work, without prominently displaying the sentence set forth in paragraph 1.E.1 with active links or immediate access to the full terms of the Project Gutenberg-tm License. 1.E.6. You may convert to and distribute this work in any binary, compressed, marked up, nonproprietary or proprietary form, including any word processing or hypertext form. However, if you provide access to or distribute copies of a Project Gutenberg-tm work in a format other than "Plain Vanilla ASCII" or other format used in the official version posted on the official Project Gutenberg-tm web site (www.gutenberg.net), you must, at no additional cost, fee or expense to the user, provide a copy, a means of exporting a copy, or a means of obtaining a copy upon request, of the work in its original "Plain Vanilla ASCII" or other form. Any alternate format must include the full Project Gutenberg-tm License as specified in paragraph 1.E.1. 1.E.7. Do not charge a fee for access to, viewing, displaying, performing, copying or distributing any Project Gutenberg-tm works unless you comply with paragraph 1.E.8 or 1.E.9. 1.E.8. You may charge a reasonable fee for copies of or providing access to or distributing Project Gutenberg-tm electronic works provided that - You pay a royalty fee of 20% of the gross profits you derive from the use of Project Gutenberg-tm works calculated using the method you already use to calculate your applicable taxes. The fee is owed to the owner of the Project Gutenberg-tm trademark, but he has agreed to donate royalties under this paragraph to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation. Royalty payments must be paid within 60 days following each date on which you prepare (or are legally required to prepare) your periodic tax returns. Royalty payments should be clearly marked as such and sent to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation at the address specified in Section 4, "Information about donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation." - You provide a full refund of any money paid by a user who notifies you in writing (or by e-mail) within 30 days of receipt that s/he does not agree to the terms of the full Project Gutenberg-tm License. You must require such a user to return or destroy all copies of the works possessed in a physical medium and discontinue all use of and all access to other copies of Project Gutenberg-tm works. - You provide, in accordance with paragraph 1.F.3, a full refund of any money paid for a work or a replacement copy, if a defect in the electronic work is discovered and reported to you within 90 days of receipt of the work. - You comply with all other terms of this agreement for free distribution of Project Gutenberg-tm works. 1.E.9. If you wish to charge a fee or distribute a Project Gutenberg-tm electronic work or group of works on different terms than are set forth in this agreement, you must obtain permission in writing from both the Project Gutenberg Literary Archive Foundation and Michael Hart, the owner of the Project Gutenberg-tm trademark. Contact the Foundation as set forth in Section 3 below. 1.F. 1.F.1. Project Gutenberg volunteers and employees expend considerable effort to identify, do copyright research on, transcribe and proofread public domain works in creating the Project Gutenberg-tm collection. Despite these efforts, Project Gutenberg-tm electronic works, and the medium on which they may be stored, may contain "Defects," such as, but not limited to, incomplete, inaccurate or corrupt data, transcription errors, a copyright or other intellectual property infringement, a defective or damaged disk or other medium, a computer virus, or computer codes that damage or cannot be read by your equipment. 1.F.2. LIMITED WARRANTY, DISCLAIMER OF DAMAGES - Except for the "Right of Replacement or Refund" described in paragraph 1.F.3, the Project Gutenberg Literary Archive Foundation, the owner of the Project Gutenberg-tm trademark, and any other party distributing a Project Gutenberg-tm electronic work under this agreement, disclaim all liability to you for damages, costs and expenses, including legal fees. YOU AGREE THAT YOU HAVE NO REMEDIES FOR NEGLIGENCE, STRICT LIABILITY, BREACH OF WARRANTY OR BREACH OF CONTRACT EXCEPT THOSE PROVIDED IN PARAGRAPH F3. YOU AGREE THAT THE FOUNDATION, THE TRADEMARK OWNER, AND ANY DISTRIBUTOR UNDER THIS AGREEMENT WILL NOT BE LIABLE TO YOU FOR ACTUAL, DIRECT, INDIRECT, CONSEQUENTIAL, PUNITIVE OR INCIDENTAL DAMAGES EVEN IF YOU GIVE NOTICE OF THE POSSIBILITY OF SUCH DAMAGE. 1.F.3. LIMITED RIGHT OF REPLACEMENT OR REFUND - If you discover a defect in this electronic work within 90 days of receiving it, you can receive a refund of the money (if any) you paid for it by sending a written explanation to the person you received the work from. If you received the work on a physical medium, you must return the medium with your written explanation. The person or entity that provided you with the defective work may elect to provide a replacement copy in lieu of a refund. If you received the work electronically, the person or entity providing it to you may choose to give you a second opportunity to receive the work electronically in lieu of a refund. If the second copy is also defective, you may demand a refund in writing without further opportunities to fix the problem. 1.F.4. Except for the limited right of replacement or refund set forth in paragraph 1.F.3, this work is provided to you 'AS-IS' WITH NO OTHER WARRANTIES OF ANY KIND, EXPRESS OR IMPLIED, INCLUDING BUT NOT LIMITED TO WARRANTIES OF MERCHANTIBILITY OR FITNESS FOR ANY PURPOSE. 1.F.5. Some states do not allow disclaimers of certain implied warranties or the exclusion or limitation of certain types of damages. If any disclaimer or limitation set forth in this agreement violates the law of the state applicable to this agreement, the agreement shall be interpreted to make the maximum disclaimer or limitation permitted by the applicable state law. The invalidity or unenforceability of any provision of this agreement shall not void the remaining provisions. 1.F.6. INDEMNITY - You agree to indemnify and hold the Foundation, the trademark owner, any agent or employee of the Foundation, anyone providing copies of Project Gutenberg-tm electronic works in accordance with this agreement, and any volunteers associated with the production, promotion and distribution of Project Gutenberg-tm electronic works, harmless from all liability, costs and expenses, including legal fees, that arise directly or indirectly from any of the following which you do or cause to occur: (a) distribution of this or any Project Gutenberg-tm work, (b) alteration, modification, or additions or deletions to any Project Gutenberg-tm work, and (c) any Defect you cause. Section 2. Information about the Mission of Project Gutenberg-tm Project Gutenberg-tm is synonymous with the free distribution of electronic works in formats readable by the widest variety of computers including obsolete, old, middle-aged and new computers. It exists because of the efforts of hundreds of volunteers and donations from people in all walks of life. Volunteers and financial support to provide volunteers with the assistance they need, is critical to reaching Project Gutenberg-tm's goals and ensuring that the Project Gutenberg-tm collection will remain freely available for generations to come. In 2001, the Project Gutenberg Literary Archive Foundation was created to provide a secure and permanent future for Project Gutenberg-tm and future generations. To learn more about the Project Gutenberg Literary Archive Foundation and how your efforts and donations can help, see Sections 3 and 4 and the Foundation web page at http://www.pglaf.org. Section 3. Information about the Project Gutenberg Literary Archive Foundation The Project Gutenberg Literary Archive Foundation is a non profit 501(c)(3) educational corporation organized under the laws of the state of Mississippi and granted tax exempt status by the Internal Revenue Service. The Foundation's EIN or federal tax identification number is 64-6221541. Its 501(c)(3) letter is posted at http://pglaf.org/fundraising. Contributions to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation are tax deductible to the full extent permitted by U.S. federal laws and your state's laws. The Foundation's principal office is located at 4557 Melan Dr. S. Fairbanks, AK, 99712., but its volunteers and employees are scattered throughout numerous locations. Its business office is located at 809 North 1500 West, Salt Lake City, UT 84116, (801) 596-1887, email business@pglaf.org. Email contact links and up to date contact information can be found at the Foundation's web site and official page at http://pglaf.org For additional contact information: Dr. Gregory B. Newby Chief Executive and Director gbnewby@pglaf.org Section 4. Information about Donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation Project Gutenberg-tm depends upon and cannot survive without wide spread public support and donations to carry out its mission of increasing the number of public domain and licensed works that can be freely distributed in machine readable form accessible by the widest array of equipment including outdated equipment. Many small donations ($1 to $5,000) are particularly important to maintaining tax exempt status with the IRS. The Foundation is committed to complying with the laws regulating charities and charitable donations in all 50 states of the United States. Compliance requirements are not uniform and it takes a considerable effort, much paperwork and many fees to meet and keep up with these requirements. We do not solicit donations in locations where we have not received written confirmation of compliance. To SEND DONATIONS or determine the status of compliance for any particular state visit http://pglaf.org While we cannot and do not solicit contributions from states where we have not met the solicitation requirements, we know of no prohibition against accepting unsolicited donations from donors in such states who approach us with offers to donate. International donations are gratefully accepted, but we cannot make any statements concerning tax treatment of donations received from outside the United States. U.S. laws alone swamp our small staff. Please check the Project Gutenberg Web pages for current donation methods and addresses. Donations are accepted in a number of other ways including including checks, online payments and credit card donations. To donate, please visit: http://pglaf.org/donate Section 5. General Information About Project Gutenberg-tm electronic works. Professor Michael S. Hart is the originator of the Project Gutenberg-tm concept of a library of electronic works that could be freely shared with anyone. For thirty years, he produced and distributed Project Gutenberg-tm eBooks with only a loose network of volunteer support. Project Gutenberg-tm eBooks are often created from several printed editions, all of which are confirmed as Public Domain in the U.S. unless a copyright notice is included. Thus, we do not necessarily keep eBooks in compliance with any particular paper edition. Most people start at our Web site which has the main PG search facility: http://www.gutenberg.net This Web site includes information about Project Gutenberg-tm, including how to make donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation, how to help produce our new eBooks, and how to subscribe to our email newsletter to hear about new eBooks.