Berbrjósta í vinnunni

Ég var á næturvakt í nótt.

Um tvö leytið var traffíkin búin og ekki von á næstu flugvél fyrr en um 5 leytið. þannig að ég fer að fylla á goskælirinn. Um að gera að vera snöggur að því svo maður geti átt lengri pásu. Ég byrja að skófla hverri gosflöskunni á fætur annarri í kælinn af miklum móð, þegar eitthvað fer að trufla mig, eitthvað flaksast svo skringilega í mig, sérstaklega þegar ég teygi mig innst í hilluna. Veiti því nú ekki mikla athygli til að byrja með, en þegar ég fann að þetta undarlega kitl virtist flökta einum of mikið í takt við handleggi mína fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu.

Fannst ég kannast eitthvað við töddsið.

Áfyllingar-eldmóðurinn fjaraði smám saman út. Grunur minn varð æ sterkari.

 Eitthvað var ég skrýtin, ég varð að viðurkenna það. Dró búkinn með semingi út úr kælinum til að athuga málið. Bíddu nú við. Fór um mig höndum. Ha? Brjóstin, afhverju voru þau ber? Hvar er brjóstahaldarinn? Hvernig í veröldinni GLEYMDI ég að fara í hann. Það gat nú bara ekki staðist. Ég trúði þessu ekki og gáði aftur vel og vandlega.

Neibbs ekki nokkur tutla þarna innan undir vinnubolnum.

Djísús og Jeremías, búbburnar voru bara frjálsar og flaksandi þarna undir!

Hvernig getur rétt bráðum 38 ára kona gleymt að fara í brjóstahaldara þegar hún fer í vinnuna?  Hélt það væri líffræðilega ógerlegt, allavegana siðlaust. Mér féllust gjörsamlega hendur. Hvernig fór ég að þessu? Ég stóð á bara eins og asni og gapti af undrun og vantrú, bara trúði þessu ekki. Hugsaði og hugsaði en fann nú ekki ráð við þessum vanda þó ég sé ráðagóð. Hvernig gat ég verið haldaralaus að afgreiða fullt af fólki, það fór hrollur um mig. 

Ég get sko alveg sagt ykkur það að þó bolurinn sem ég nota í vinnunni sé langt í frávera gegnsær þá leið mér allt í einu eins og að hann væri það.

Ég sko meina það komplítlí, kemst ekki yfir þetta.

Sá alveg fyrir mér túristana biðjandi um að fá að taka mynd af The Icelandic girl, with the flaksandi búbís. 

Á myndunum væri ég með afsakaðu-fyrirgefðu bros.

Restin af nóttinni gekk slysalaust og við nána skoðun reyndist ég vera í öllum öðrum fötum sem ég ætlaði mér að klæðast og þakka ég Guði fyrir það. 

Einnig má þakka fyrir það að engan sakaði og ekki hafa enn borist tilkynningar um andleg örkuml.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég hefði dáið !!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.5.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Vóóó ... get ekki ímyndað mér mig nokkur staðar án brjóstahaldarans.

... frekar mikið kæruleysi í gangi hjá þér Rósa beib - og það á almannasvæði.

Gísli Hjálmar , 4.5.2008 kl. 14:35

3 identicon

Hehehee sé þetta alveg fyrir mér ;)

Sérstaklega myndatökuna ;))

Anna Maegrét Bragadóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Hrafnhildur Pálsdóttir

Bara skemmtilegt að lenda  í svona uppákomum það kryddar daginn

Hrafnhildur Pálsdóttir, 8.5.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband