Typpaleikur

Það var fótboltaleikur í Keflavík í dag. Það felur í sér þá miklu list að elta bolta þar til hann rúllar eitthvert skilst mér. Múgur og margmenni koma til að horfa á rúllið. Ég bý bakvið stúkuna. Þar af leiðandi ér ég búin að sjá öll typpin sem komu á leikinn. Karlmennin sem koma til að hvetja rúllið geta nefnilega alls ekki haldið vatni yfir þessu öllu saman og eru alveg í spreng af spennu. Þá fara þeir bakvið stúkuna og spræna þar. Konurnar hafa meiri stjórn á sér allavega sat engin kona á hækjum sér hérna úti.

Bara rosalegt OJBJAKK, vona að kettirnir hafi ekki séð þetta og séu skaddaðir á sálinni að eilífu.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Er ekki hægt að setja upp lítinn vegg þín megin svo þú þurfir ekki að horfa upp á svona ojbjakk lengur. Mér sýnist alla leið héðan að norðan að þú sér að fara svolítið illa á þessu eins og kisurnar.

ÞJÓÐARSÁLIN, 27.9.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gaman að sjá færslu frá þér,kíki oft hér inn en án árangus

Þú verður að reisa vegg fyrir næsta tímabil,ekki spurning,ef þú og kisurnar eigið ekki að skaddast fyrir lífstíð

Farðu svo að kíkja í kaffi addna

Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Rósa Jóhannesdóttir

Já, takk fyrir elskurnar... mér verður nú ekki skotaskuld úr því að skella upp einhverju þili. Best að finna hamarinn...æ, hvort á maður aftur að negla eða hamra? híhí. Svo væri nú skemmtilegt að taka myndir og skella hér á vefinn. Geri það næst.

Rósa Jóhannesdóttir, 30.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband