Frænkurnar

Fór og sótti litlu frænkur mínar í dag til að hafa yfir helgina. Önnur er að verða 4 ára, hin byrjar í skóla í haust. Þær hafa komið reglulega til okkar síðan við fluttum í Kef. Þær eru alveg brill, svo fjörugar að maður þarf að hafa sig allan við...og það sem þeim dettur í hug... LoL

Um kvöldmatarleytið þurfti ég að fara út í bílskúr að hjálpa nágrannanum með varmaskiptirinn og segi þeim að bíða hjá inni hjá frænda sínum. Það leið ekki á löngu þar til þær voru komnar skælbrosandi, sú eldri í leggings og bol en sú yngri (andvarp) hafði fundið á sig smekkpils og húfu en ber að ofan að öðru leyti.  Þær skottast þarna í bílskúrnum að skoða drasl og ég fylgdist með þeim útundan mér. Sú eldri fer að skoða lyklaskáp sem ég hafði einhvern tímann keypt í Rúmmó og ætlað að lakka..þið vitið.

- Hvað er þetta? spyr sú yngri áhugasöm.

- Vá, þetta er skápur. Hún Rósa er alveg snillingur í að smíða!!

Þegar þær hafa fengið kvöldmat og bað er maður oftast alveg búinn á því og situr starandi í lazy-boy stólnum. Þá kemur sú yngri oft fangið á manni, nælir í eyrnasnepilinn á mér með annarri hendinni, hefur snudduna í hinni og segir með sinni blíðu rödd og augunum: Rósa mín.

Hvað getur maður gert?  Maður er bara bráðnuð smjörklessa!!  InLove

Þær eru alltaf svo blíðar og góðar við frænku sína.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Hæhæ frænkur

Krúttleg saga af ykkur

Vona að þið eigið góða helgi saman

Knús á ykkur allar

Anna Margrét Bragadóttir, 12.4.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Vertu nú dugleg að blogg :)

svo ég hafi eithvað að lesa

Knús

Anna Margrét Bragadóttir, 23.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband