12.4.2008 | 01:29
Frænkurnar
Fór og sótti litlu frænkur mínar í dag til að hafa yfir helgina. Önnur er að verða 4 ára, hin byrjar í skóla í haust. Þær hafa komið reglulega til okkar síðan við fluttum í Kef. Þær eru alveg brill, svo fjörugar að maður þarf að hafa sig allan við...og það sem þeim dettur í hug...
Um kvöldmatarleytið þurfti ég að fara út í bílskúr að hjálpa nágrannanum með varmaskiptirinn og segi þeim að bíða hjá inni hjá frænda sínum. Það leið ekki á löngu þar til þær voru komnar skælbrosandi, sú eldri í leggings og bol en sú yngri (andvarp) hafði fundið á sig smekkpils og húfu en ber að ofan að öðru leyti. Þær skottast þarna í bílskúrnum að skoða drasl og ég fylgdist með þeim útundan mér. Sú eldri fer að skoða lyklaskáp sem ég hafði einhvern tímann keypt í Rúmmó og ætlað að lakka..þið vitið.
- Hvað er þetta? spyr sú yngri áhugasöm.
- Vá, þetta er skápur. Hún Rósa er alveg snillingur í að smíða!!
Þegar þær hafa fengið kvöldmat og bað er maður oftast alveg búinn á því og situr starandi í lazy-boy stólnum. Þá kemur sú yngri oft fangið á manni, nælir í eyrnasnepilinn á mér með annarri hendinni, hefur snudduna í hinni og segir með sinni blíðu rödd og augunum: Rósa mín.
Hvað getur maður gert? Maður er bara bráðnuð smjörklessa!!
Þær eru alltaf svo blíðar og góðar við frænku sína.
Athugasemdir
Hæhæ frænkur
Krúttleg saga af ykkur
Vona að þið eigið góða helgi saman
Knús á ykkur allar
Anna Margrét Bragadóttir, 12.4.2008 kl. 10:24
Vertu nú dugleg að blogg :)
svo ég hafi eithvað að lesa
Knús
Anna Margrét Bragadóttir, 23.4.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.