Logið að unga fólkinu

Ég er svo aldeilis yfir mig bloggandi hneyksluð á því sem getur gerst!!. Búin að þeytast um Reykjavíkina í dag á vegum nokkurra ungra manna. Þeir vinna allir hjá sama fyrirtækinu. Alltaf eitthvað vesen hjá greyjunum að fá útborgað á réttum tíma og að fá launaseðlana sína. En þeir vildu sjá um sín mál sjálfir eins og gengur hjá nærtvítugum. Eftir að þeir fengu nóg af allskonar útúrsnúningum og rugli fékk ég loksins að athuga málið fyrir þá og byrjaði á að senda bréf til fyrirtækisins um að þeir myndu hætta fengu þeir ekki launaseðlana....jú, launaseðlarnir komu og nú mánuði seinna fór ég að athuga hvort launaseðlarnir væru réttir og hvort ekki örugglega væri búið að borga í sjóði, félög og RSK. En nei þetta voru lygalaunaseðlar og ekkert hefur verið greitt í næstum heilt ár!! Hvernig er þetta hægt?


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband