Gleðilegt sumar

Nú er ég loksins komin í frí eftir 10 næturvaktir...já ég var orðin steikt í hausnum.

Er að vinna í aukavinnu með nuddinu á næturnar semsagt. Afgreiði þá sem úr flugi koma, það er mjög fyndið skal ég segja ykkur. Flugfarþegar eru skrýtið og pirrað fólk. Svo eru allir þessir "frægu" sem ég hitti. Það er gaman. Búin að hitta Fjölnir Þorgeirs, Eddu Björgvins, Jón Gnarr, allskonar fréttamenn og ég veit ekki hvað og hvað. Hehe.

Ég verð líka að segja ykkur í tilefni dagsins frá alvarlegum misskilningi sem ég varð fyrir sem barn.  Lagið: Nú er sumar gleðjist gumar....var alltaf gleðjist Guðmann og fannst mér alltaf svolítið óréttlátt að sungið væri um að hann ætti að gleðjast svona voðalega mikið.

En gleðjist öll elskurnar mínar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þú hlýtur að hafa verið afbrýðisöm út í stóra bróðir

Gleðilegt sumar mín kæra og takk fyrir veturinn ;)

P.S ef þú ert að vinna á sunnudag þá verður þú á svæðnu þegar Biggi kemur heim ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 25.4.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband